Fótbolti

Kjartan Henry upp í dönsku úr­vals­deildina á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry í baráttunni í dag.
Kjartan Henry í baráttunni í dag. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Vejle eru komnir upp í deild þeirra bestu á nýjan leik eftir 1-0 sigur á Nyköbing í dag.

Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á stuttu leiktíð en stoppuðu stutt við í dönsku B-deildinni. Þeir héldu flestum sínum leikmönnum og komust upp á ný.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Ylber Ramadani á 57. mínútu en Kjartan Henry spilaði fyrstu 86 mínúturnar fyrir Vejle.

Vejle er á toppnum með 67 stig, níu stigum á undan Viborg er tvær umferðir eru eftir svo Vejle leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Kjartan hefur nú leikið með Vejle í eitt og hálft ár en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann er markahæsti leikmaður B-deildarinnar þetta tímabilið með sautján mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.