Fótbolti

Jón Dagur gæti fengið samherja frá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson hefur leikið afar vel með AGF á leiktíðinni.
Jón Dagur Þorsteinsson hefur leikið afar vel með AGF á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY

Það gæti farið sem svo að Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, fái samherja frá Liverpool fyrir næstu leiktíð í danska boltanum.

Ekstra Bladet í Danmörku greinir frá því að AGF fylgist náið með framgangi mála hjá markverðinum Kamil Grabara sem er samningsbundinn Liverpool.

Þessi 21 árs markvörður var lánaður til AGF frá janúar fram í júní árið 2019 en hann hefur á þessu ári verið lánaður til Huddersfield í ensku B-deildinni.

Ekstra Bladet segir frá því að AGF fylgist með stöðu Grabara og hafi einnig haft samband við Liverpool og lýst yfir áhuga sínum á markverðinum.

Grabara hefur ekki náð að brjótast inn í aðallið Liverpool en hann hefur ekki spilað leik með liðinu.

Hann spilaði sextán leiki fyrir AGF á sínum tíma en samningur hans við Liverpool rennur út árið 2022.

William Eskelinen hefur staðið í marki AGF í ár en hann hefur átt erfitt uppdráttar í mörgum leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.