Erlent

Neyðar­lenti vegna miða um sprengju­efni

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin lenti á Stansted flugvelli í gær.
Flugvélin lenti á Stansted flugvelli í gær. Vísir/GEtty

Vél Ryanair þurfti að lenda á Stansted flugvelli í Lundúnum eftir að miði fannst í klósetti þar sem stóð að sprengjuefni væru um borð. Vélin var á leið frá Kraká í Póllandi til Dyflinni á Írlandi þegar atvikið kom upp.

Vélin fékk fylgd tveggja herflugvéla og lenti á Stansted um klukkan 18:40 að staðartíma í gær. Eftir að vélin hafði lent og farþegar voru komnir í öruggt skjól gerði lögregla leit um borð, en engin sprengiefni fundust.

Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins, sá yngri 26 ára og eldri 47 ára, og eru þeir grunaðir um að hafa skrifað hótanirnar og ógnað öryggi flugvélarinnar, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Þeir farþegar sem áttu að fara með vélinni frá Dyflinni til Kraká voru sendir með annarri vél til þess að koma í veg fyrir frekari seinkun á ferðaáætlunum þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×