Innlent

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands

Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem reyndist 3 að stærð í suðaustanverðri Bárðarbungu og um klukkustund síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum sem mældist 3,3. 

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt varð síðan þriðji skjálftinn í stærri kantinum sem mældist 2,5 en hann varð 4,8 km austur af Bárðarbungu.

Síðast varð skjálfti yfir 3 að stærð í Bárðarbungu 14. júní síðastliðinn. Skjálftar af þessari stærðargráðu eru algengir í Bárðarbungu en á þessu ári hafa orðið tíu skjálftar sem allir mældust yfir þrír að stærð og jafnvel stærri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.