Young með mark og Sanchez tvær stoð­sendingar í sigri Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sanchez í baráttunni í kvöld en hann var afar líflegur.
Sanchez í baráttunni í kvöld en hann var afar líflegur. vísir/getty

Inter vann sinn fyrsta sigur í síðustu þremur leikjum er liðið vann 3-1 sigur á Torino á heimavelli í kvöld.

Mílanó-liðið er búið að missa af lestinni í toppbaráttunni og lentu undir á 17. mínútu er Andrea Belotti skoraði.

Ashley Young jafnaði meti ná 49. mínútu og Alexis Sanchez lagði upp síðustu tvö mörkin; fyrir Diego Godin á 51. mínútu og Lautaro Martinez tíu mínútum síðar.

Inter er í 2. sætinu, átta stigum á eftir toppliði Juventus, en Torino er í 16. sætinu, fimm stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.