Solskjær segir að De Gea þurfi á fleiri titlum að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 07:30 David de Gea hefur haldið marki sínu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Manchester United. EPA-EFE/Joe Giddens Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn. Enski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn.
Enski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira