Fótbolti

Landsliðsþjálfarinn vill fleiri yngri leikmenn í atvinnumennsku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tveimur árum.
Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tveimur árum. vísir/vilhelm

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku.

Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár.

„Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær.

„En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“

Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið.

„Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku

Tengdar fréttir

Jón Þór um Cloe: „Hún upp­fyllir ekki kröfur FIFA“

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.