Þjóðverjar og Danir fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 19:19 Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands. Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr Landi um Leifstöð í júní en af þeim var tæpur helmingur Íslendingar. Í sama mánuði í fyrra fóru rúmlega 259 þúsund úr landi og hlutfallslega voru brottfarir um Leifstöð því 96% færri í júní en fyrir ári síðan samkvæmt Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 en á eftir þeim koma Danir sem voru 1.050 talsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19.SIGURJÓN ÓLASON Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Heimkomusmitgát tekur gildi á mánudag Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhersla skimunar yrði líklega á Íslendinga í framtíðinni. Nýjar leiðbeiningar um skimun þeirra munu koma til framkvæmda mánudaginn 13 júlí en í henni felst að þegar Íslendingar hafa lokið skimun á landamærum fara þeir í vægari útgáfu af sóttkví sem varir í 4-6 daga, svokallaða heimkomusmitgát. Að því búnu fara þeir í aðra sýnatöku á heilsugæslu. „Það er skylda. Fólk verður að fara í þetta. Fólk getur farið út í búð en það þarf að forðast staði þar sem eru fleiri en tíu manns og fara ekki í veislur o.s.frv.,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Rýmri opnunartími skemmti- og veitingastaða Þá telur hann líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manna hámarki út ágústmánuð. „Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá 23 að kvöldi og líklega mun ég gera það nú fyrir næstu mánaðarmót,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37 Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20 Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands. Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr Landi um Leifstöð í júní en af þeim var tæpur helmingur Íslendingar. Í sama mánuði í fyrra fóru rúmlega 259 þúsund úr landi og hlutfallslega voru brottfarir um Leifstöð því 96% færri í júní en fyrir ári síðan samkvæmt Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 en á eftir þeim koma Danir sem voru 1.050 talsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19.SIGURJÓN ÓLASON Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Heimkomusmitgát tekur gildi á mánudag Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhersla skimunar yrði líklega á Íslendinga í framtíðinni. Nýjar leiðbeiningar um skimun þeirra munu koma til framkvæmda mánudaginn 13 júlí en í henni felst að þegar Íslendingar hafa lokið skimun á landamærum fara þeir í vægari útgáfu af sóttkví sem varir í 4-6 daga, svokallaða heimkomusmitgát. Að því búnu fara þeir í aðra sýnatöku á heilsugæslu. „Það er skylda. Fólk verður að fara í þetta. Fólk getur farið út í búð en það þarf að forðast staði þar sem eru fleiri en tíu manns og fara ekki í veislur o.s.frv.,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Rýmri opnunartími skemmti- og veitingastaða Þá telur hann líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manna hámarki út ágústmánuð. „Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá 23 að kvöldi og líklega mun ég gera það nú fyrir næstu mánaðarmót,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37 Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20 Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37
Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12