Þjóðverjar og Danir fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 19:19 Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands. Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr Landi um Leifstöð í júní en af þeim var tæpur helmingur Íslendingar. Í sama mánuði í fyrra fóru rúmlega 259 þúsund úr landi og hlutfallslega voru brottfarir um Leifstöð því 96% færri í júní en fyrir ári síðan samkvæmt Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 en á eftir þeim koma Danir sem voru 1.050 talsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19.SIGURJÓN ÓLASON Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Heimkomusmitgát tekur gildi á mánudag Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhersla skimunar yrði líklega á Íslendinga í framtíðinni. Nýjar leiðbeiningar um skimun þeirra munu koma til framkvæmda mánudaginn 13 júlí en í henni felst að þegar Íslendingar hafa lokið skimun á landamærum fara þeir í vægari útgáfu af sóttkví sem varir í 4-6 daga, svokallaða heimkomusmitgát. Að því búnu fara þeir í aðra sýnatöku á heilsugæslu. „Það er skylda. Fólk verður að fara í þetta. Fólk getur farið út í búð en það þarf að forðast staði þar sem eru fleiri en tíu manns og fara ekki í veislur o.s.frv.,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Rýmri opnunartími skemmti- og veitingastaða Þá telur hann líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manna hámarki út ágústmánuð. „Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá 23 að kvöldi og líklega mun ég gera það nú fyrir næstu mánaðarmót,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37 Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20 Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands. Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr Landi um Leifstöð í júní en af þeim var tæpur helmingur Íslendingar. Í sama mánuði í fyrra fóru rúmlega 259 þúsund úr landi og hlutfallslega voru brottfarir um Leifstöð því 96% færri í júní en fyrir ári síðan samkvæmt Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 en á eftir þeim koma Danir sem voru 1.050 talsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19.SIGURJÓN ÓLASON Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Heimkomusmitgát tekur gildi á mánudag Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhersla skimunar yrði líklega á Íslendinga í framtíðinni. Nýjar leiðbeiningar um skimun þeirra munu koma til framkvæmda mánudaginn 13 júlí en í henni felst að þegar Íslendingar hafa lokið skimun á landamærum fara þeir í vægari útgáfu af sóttkví sem varir í 4-6 daga, svokallaða heimkomusmitgát. Að því búnu fara þeir í aðra sýnatöku á heilsugæslu. „Það er skylda. Fólk verður að fara í þetta. Fólk getur farið út í búð en það þarf að forðast staði þar sem eru fleiri en tíu manns og fara ekki í veislur o.s.frv.,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Rýmri opnunartími skemmti- og veitingastaða Þá telur hann líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manna hámarki út ágústmánuð. „Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá 23 að kvöldi og líklega mun ég gera það nú fyrir næstu mánaðarmót,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37 Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20 Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37
Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12