Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2020 15:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira