Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2020 15:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira