Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira