Fótbolti

Andri kom inn á fyrir Bologna og Birkir byrjaði fyrir Brescia

Ísak Hallmundarson skrifar
Andri Fannar í leiknum gegn Inter á dögunum.
Andri Fannar í leiknum gegn Inter á dögunum. getty/Mattia Ozbot

Sex leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Í tveimur þeirra komu Íslendingar við sögu.

Bologna mætti Sassuolo og kom Andri Fannar Baldursson inn á sem varamaður á 74. mínútu fyrir Bologna í 1-2 tapi. Þetta var annar leikurinn í röð sem Andri fær að taka þátt í fyrir Bologna. Bologna situr í 10. sæti deildarinnar en með sigrinum fór Sassuolo upp í 8. sætið.

Birkir Bjarnason byrjaði leikinn fyrir Brescia í 3-1 tapi á útivelli gegn Torino. Staðan var 0-1 fyrir Brescia í hálfleik en Torino svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik. Birkir var tekinn út af á 61. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Torino.

Brescia er í næstneðsta sæti með 21 stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni. Torino siglir lygnan sjó í 14. sæti deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti.

Atalanta heldur áfram sigurgöngu sinni og unnu í dag sinn níunda leik í röð í deildinni, 2-0 á móti Sampdoria. Mörk Atalanta skoruðu þeir Luis Muriel og Rafael Toloi. Atalanta er nú komið í 3. sæti, stigi fyrir ofan Inter sem á leik til góða.

Þá unnu Roma og Napoli mikilvæga sigra í Evrópudeildarbaráttunni en öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Öll úrslit dagsins í ítalska boltanum:

Genoa 1-2 Napoli

Atalanta 2-0 Sampdoria

Bologna 1-2 Sassuolo

Roma 2-1 Parma

Torino 3-1 Brescia

Fiorentina 0-0 CagliariAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.