Innlent

Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid-19. Þar segir að tíu manna teymi starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands, auk tæknimanna, muni fara um borð í Norrænu og skima um 500 farþega fyrir kórónuveirunni.

Skimun hefst tuttugu og fjórum sjómílum undan strönd landsins og standa vonir til að henni verði lokið áður en til hafnar kemur að því er fram kemur í tilkynningunni. Um 750 manns eru um borð í skipinu en þeir sem dvalið hafa í Færeyjum, á Grænlandi eða Íslandi síðustu fjórtán daga eða eru fæddir árið 2005 eða síðar þurfa ekki í sýnatöku.

Í tilkynningunni er árétta að allir farþegar fái allir ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig beri að haga sér þegar í land er komið og þá sér í lagi áður en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir, að jafnaði innan við sólarhring eftir komu.

Mælst sé til að þeir fari varlega, haldi kyrru fyrir á heimili eða áfangastað, haldi hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki, forðist snertingu eins og faðmlög og handabönd auk þess sem hvatt er til reglulegs handþvottar. Ekki eru þó gerðar athugasemdir við að þeir fari til að mynda í verslanir og kaupi nauðsynjar enda gæti þeir að fjarlægðarmörkum.


Tengdar fréttir

Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt

Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.