Fótbolti

Lengjudeildin: Eyjamenn með umdeildan sigur | Afturelding skoraði sjö

Ísak Hallmundarson skrifar
Gary Martin skoraði með hendi guðs í sigri ÍBV.
Gary Martin skoraði með hendi guðs í sigri ÍBV. mynd/eyjafréttir

Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0.

Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik.

Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. 

Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. 

Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig.

Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. 

Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. 

Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.