Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:55 Slökkviliðsmenn í Jakútíu í norðaustanverðu Rússlandi glíma við mikla gróðurelda. Vísir/EPA Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar. Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar.
Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent