Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 19:31 Björgunarfólk dælir upp menguðu vatni úr Ambarnaya-ánni við Norilsk í Síberíu. Olían er nú komin út í stórt stöðuvatn. Vísir/EPA Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. Neyðarstarfsmenn vinna nú að því að reyna að koma í veg fyrir að olía dreifist víðar. Áætlað er að um 21.000 tonn af olíunni hafi lekið úr tanki við orkuver í Norilsk föstudaginn 29. maí. Þaðan komst olían út í Ambarnaya-ána og hefur hún nú runnið um tuttugu kílómetra norður frá Norilsk í Pyasino-vatnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pyasino-vatn er uppspretta samnefndrar ár sem rennur út í Karahafið sem er hluti af Norður-Íshafinu. Áin er yfirleitt í klakaböndum frá október til júní. Alexander Uss, ríkisstjóri í Krasnoyarsk-héraði segir mikilvægt að koma í veg fyrir að olían berist út í Pyasino-ána. Hann telur það gerlegt. Þegar hafa um 23.000 rúmmetrar mengaðs jarðvegs verið fjarlægðir. Talið er að leki hafi komið á olíutankinn þegar stöplar undir honum sukku vegna þiðnandi sífrera sem hann stóð á. Rússneskir saksóknarar hafa fyrirskipað rannsókn á „sérstaklega hættulegum“ mannvirkjum sem standa á freðmýri. Forstöðumaður orkuversins í Norilsk var handtekinn eftir að í ljós kom að stjórnendur þess tilkynntu yfirvöldum ekki um lekann fyrr en fregnir af honum byrjuðu að berast út á samfélagsmiðlum. Norðurslóðir Bensín og olía Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. Neyðarstarfsmenn vinna nú að því að reyna að koma í veg fyrir að olía dreifist víðar. Áætlað er að um 21.000 tonn af olíunni hafi lekið úr tanki við orkuver í Norilsk föstudaginn 29. maí. Þaðan komst olían út í Ambarnaya-ána og hefur hún nú runnið um tuttugu kílómetra norður frá Norilsk í Pyasino-vatnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pyasino-vatn er uppspretta samnefndrar ár sem rennur út í Karahafið sem er hluti af Norður-Íshafinu. Áin er yfirleitt í klakaböndum frá október til júní. Alexander Uss, ríkisstjóri í Krasnoyarsk-héraði segir mikilvægt að koma í veg fyrir að olían berist út í Pyasino-ána. Hann telur það gerlegt. Þegar hafa um 23.000 rúmmetrar mengaðs jarðvegs verið fjarlægðir. Talið er að leki hafi komið á olíutankinn þegar stöplar undir honum sukku vegna þiðnandi sífrera sem hann stóð á. Rússneskir saksóknarar hafa fyrirskipað rannsókn á „sérstaklega hættulegum“ mannvirkjum sem standa á freðmýri. Forstöðumaður orkuversins í Norilsk var handtekinn eftir að í ljós kom að stjórnendur þess tilkynntu yfirvöldum ekki um lekann fyrr en fregnir af honum byrjuðu að berast út á samfélagsmiðlum.
Norðurslóðir Bensín og olía Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07