Fótbolti

Fá ekki að spila eftir að tíu leik­menn greindust með kórónu­veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
FC Dallas hefur verið dregið úr keppni.
FC Dallas hefur verið dregið úr keppni. vísir/getty

FC Dallas verður ekki með í MLS-deildinni þetta tímabilið eftir að tíu leikmenn og einn meðlimur þjálfarateymisins greindust með kórónuveirusmit.

Þetta ákvað MLS-deildin sjálf og í yfirlýsingu FC Dallas í gær segir að félagið uni þessari ákvörðun deildarinnar. Þeir voru mættir til Orlando, þar sem hraðmótið fer fram, er smitin greindust.

„MLS getur nú staðfest að FC Dallas verður dregið úr keppni vegna þess að tíu leikmenn og einn starfsmaður hafa verið greindir með kórónuveiruna,“ sagði í yfirlýsingu MLS.

Alls voru 557 leikmenn prufaðir við komu liðanna til Orlando í Flórída en kórónuveiran hefur skollið illa á Bandaríkin. MLS ætlar hins vegar að setja deildina af stað í Orlando þar sem liðunum hefur verið skipt í riðla og spilað verður með útsláttarfyrirkomulagi.

FC Dallas endaði í 13. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en ný leiktíð var ekki farin af stað vegna kórónuveirunnar. Nú verður, eins og áður segir, spilað með öðruvísi fyrirkomulagi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.