Innlent

Eldur á Akranesi í gærkvöldi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær.

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna elds í ruslageymslu við Skólabraut á Akranesi. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Skessuhorni.

Engin slys urðu á fólki og komust íbúar hússins allir vandræðalaust út. Slökkvistarf gekk greiðlega en skemmdir urðu á á klæðningu húsa að Skólabraut 21 og 23. Þá mátti ekki miklu muni að eldurinn næði að læsa sig inn í einangrun. Eins sprungu rúður í öðru húsanna.

Reykræsta þurfti íbúðir í húsinu við Skólabraut 21 og fengu íbúar hússins athvarf hjá Rauða krossi Íslands, sem hefur aðstöðu í húsinu að Skólabraut 23a. Lögregla fer með rannsókn eldsupptaka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.