Fótbolti

Oxford og Wycombe mætast í úrslitaleik um sæti í 1. deildinni á Englandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Oxford fagna eftir að hafa unnið Portsmouth í vítaspyrnukeppni.
Leikmenn Oxford fagna eftir að hafa unnið Portsmouth í vítaspyrnukeppni. getty/Robin Jones

Oxford og Wycombe tryggðu sig áfram í úrslitaleik um sæti í næstefstu deild á Englandi í dag. 

Ákveðið var að klára ekki deildarkeppnina í C-deildinni eftir hlé sem var gert vegna Covid, heldur fóru efstu tvö liðin upp um deild og liðin í þriðja til sjötta sæti í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Ákveðið var að notast við meðalstigafjölda liðanna í leik þar sem ekki höfðu öll liðin leikið jafnmarga leiki.

Wycombe sem enduðu í 3. sæti tóku á móti Fleetwood sem enduðu í 6. sæti og liðin í 4. og 5. sæti voru Portsmouth og Oxford sem mættust sín á milli.

Wycombe vann fyrri undanúrslitaleikinn gegn Fleetwood 4-1 á útivelli og í kvöld gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Wycombe. Wycombe vann einvígið því samanlagt 6-3. 

Það þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit í leik Oxford og Portsmouth í kvöld en báðir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli. Oxford vann vítakeppnina 5-4 og mætir því Wycombe í úrslitaleiknum þann 13. júlí á Wembley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.