Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:45 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna skimunar á landamærum í júní. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar kemur í humátt á eftir honum. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira