Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:45 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna skimunar á landamærum í júní. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar kemur í humátt á eftir honum. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira