Markvörðurinn magnaði sá leikjahæsti frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 16:15 Buffon í leiknum gegn Torínó. Nicolò Campo/Getty Images Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tók hann fram úr goðsögninni Paolo Maldini sem lék allan sinn feril með AC Milan. Buffon stóð á milli stanganna í leik Juventus og nágranna þeirra í Torínó. Fór það svo að áttfaldir Ítalíumeistarar Juventus unnu leikinn örugglega 4-1. Liðið er þar með komið í frábæra stöðu til að landa sínum níunda meistaratitli í röð en aðrir eins yfirburðir hafa ekki sést í ítölsku deildinni. Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann var sá 648. deildarleikur markvarðarins magnaða á ferlinum. Þar með hefur Buffon leikið einum leik meira en Maldini gerði. Juventus var vel undirbúið fyrir þetta magnaða afrek en treyjur liðsins voru sérstaklega merktar til heiðurs þessa magnaða leikmanns. Treyjur Juventus voru merktar sérstaklega í tilefni dagsins.Valerio Pennicino/Getty Images Töluvert er síðan Buffon lék sinn fyrsta leik í deildinni en hann lék með – þáverandi – stórliði Parma árið 1995, rétt áður en hann varð 18 ára gamall. Buffon fór svo til Juventus sumarið 2001 og varð þar með dýrasti markvörður heims. Var hann dýrasti markvörður heims allt þangað til Manchester City fjárfesti í Ederson Moraes sumarið 2017. Juventus signed a 23-year-old Gigi Buffon on this day 19 years ago pic.twitter.com/8ggTLTe6Qj— B/R Football (@brfootball) July 3, 2020 Buffon lék með Juventus allt til 2018 þegar hann samdi við Paris Saint-Germain í Frakklandi til eins árs. Snéri hann aftur til Juventus að því loknu með því loforði að hann fengi tækifæri til að bæta leikjamet Maldini. Sem stendur er Wojciech Tomasz Szczęsny, fyrrum markvörður Arsenal, aðalmarkvörður Juventus. Hinn 42 ára gamli Buffon ætlar þó að vera honum aðeins lengur til halds og trausts en Buffon framlengdi samning sinn á dögum út tímabilið 2020/2021. Þegar hanskarnir loks fara á hilluna frægu hefur Buffon gefið það út að hann muni setjast á skólabekk og klára gagnfræðiskóla. Buffon lék á sínum tíma 176 landsleiki fyrir ítalska landsliðið. Var hann einn af mönnunum sem sá til þess að liðið varð heimsmeistari sumarið 2006. Þá á hann silfur frá Evrópumótinu 2012 ásamt
Fótbolti Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira