Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:41 Ummerki um eldinn sem kom upp í kjarnorkustöðinni í Natanz á fimmtudag. Írönsk stjórnvöld reyndu í fyrstu að gera lítið úr atvikinu en viðurkenna nú að ný skilvinda hafi verið á meðal þess sem skemmdist. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn. Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn.
Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16