Erlent

Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti

Kjartan Kjartansson skrifar
Hafi vísindamennirnir rétt fyrir sér gæti kórónuveiran smitast á milli manna með smærri ögnum sem berast með lofti eftir að smitaður einstaklingur hnerrar, hóstar eða talar. Fram að þessu hefur verið talið að hún berist aðallega með snerti- eða dropasmiti. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Hafi vísindamennirnir rétt fyrir sér gæti kórónuveiran smitast á milli manna með smærri ögnum sem berast með lofti eftir að smitaður einstaklingur hnerrar, hóstar eða talar. Fram að þessu hefur verið talið að hún berist aðallega með snerti- eða dropasmiti. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Stofnunin hefur fram að þessu ekki talið vísbendingar um það sannfærandi.

Fram að þessu hefur WHO sagt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk kemst í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling.

Nú vara 239 vísindamenn frá 32 löndum við því að gögn bendi til þess að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að breyta leiðbeiningum sínum vegna þess. Þeir hyggjast birta grein um það álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times.

Benedetta Allegranzi, yfirmaður smitvarna hjá WHO, efast um þá ályktun að veiran berist með lofti.

„Undanfarna mánuði hefur nokkrum sinnum verið ítrekað að við teljum að smit í lofti sé mögulegt en að það sé sannarlega ekki stutt traustum eða einu sinni skýrum vísbendingum,“ segir hún við bandaríska blaðið.


Tengdar fréttir

Malaríu- og HIV-lyf drógu ekki úr dánartíðni Covid-sjúklinga

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur stöðvað tilraunir með malaríu- og HIV-lyf eftir að þau reyndust ekki bæta lífslíkur Covid-19-sjúklinga á sjúkrahúsum. Nýtt met yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita á heimsvísu var sett í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×