Fótbolti

Birkir spilaði bróðurpart leiksins þegar Brescia vann dýrmætan sigur

Ísak Hallmundarson skrifar
Birkir í leik gegn Inter í síðustu umferð.
Birkir í leik gegn Inter í síðustu umferð. getty/Marco Luzzani

Birkir Bjarnason og liðsfélagar í Brescia unnu afar verðmætan sigur á Verona í kvöld í baráttunni um áframhaldandi sæti í efstu deild á Ítalíu.

Birkir var í byrjunarliði Brescia og spilaði fram á 83. mínútu en þá kom Jaromir Zmrhal inn á í hans stað.

Markalaust var í hálfleik en Andrea Papetti kom Brescia yfir á 52. mínútu. Það var síðan Alfredo Donnarumma sem innsiglaði 2-0 sigur Brescia í uppbótartíma og fara Brescia með sigrinum upp um eitt sæti, úr því neðsta í það næstneðsta.

Brescia eru núna sex stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir af mótinu í ítölsku úrvalsdeildinni.

Á sama tíma vann Atalanta sinn áttunda sigur í röð í deildinni þegar þeir unnu Cagliari 1-0 á útivelli en Luis Muriel skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Með sigrinum fara Atalanta í 63 stig og eru núna aðeins stigi á eftir Inter sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.