Fótbolti

Alfons og félagar skoruðu fimm og eru með fullt hús stiga eftir sex leiki

Ísak Hallmundarson skrifar
Alfons í leik með U21 árs landsliði Íslendinga gegn Ítalíu.
Alfons í leik með U21 árs landsliði Íslendinga gegn Ítalíu. getty/Alessandro Sabattini

Alfons Sampsted lék allan leikinn í 5-0 sigri Bodö/Glimt á SK Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

Staðan var 4-0 í hálfelik fyrir Bodö en Kasper Junker gerði fyrstu tvö mörk leiksins og þeir Philip Zinckernagel og Ulrik Saltnes bættu síðan við mörkum fyrir hálfleik. Junker fullkomnaði síðan þrennu sína á 54. mínútu þegar hann skoraði fimmta mark Bodö og urðu lokatölur eins og áður segir 5-0.

Alfons hefur leikið alla leiki Bodö/Glimt sem hafa farið á kostum og eru búnir að vinna alla sex leiki sína í deildinni og eru með markatöluna 24:6. 

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Aab í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby eru í 4. sæti þegar einn leikur er eftir af mótinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.