Innlent

Slökkviliðið grunar að fólk sé að gleyma „pestinni“

Andri Eysteinsson skrifar
Mikið var um að vera á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær.
Mikið var um að vera á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær. Vísir/Vilhelm

Sólarhringurinn var annasamur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en dælubílar voru boðaðir í fimm minniháttar útköll í gær. Útköll sjúkrabíla voru hins vegar 104 talsins og voru verkefni með forgangi þar af 39 sem að sögn Slökkviliðsins er hátt hlutfall.

Þá segir í tilkynningu frá Slökkviliðinu að fólk gæti verið að „gleyma sér aðeins í skemmtanahaldi og gleyma pestinni.“ Nokkur útkallanna voru á miðbæjarsvæðið og var þar að finna þó nokkurn mannfjölda.

Það rímar við reynslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en um fimmtungur allra mála sem komu upp á milli 17 í gærkvöldi og 5 í morgun voru kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsum.

Af 100 málum sem færð voru til bókar lögreglu voru átján vegna samkvæmishávaða. Flestar þeirra, eða fjórtán, komu úr miðborginni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.