Innlent

Mikið kvartað undan sam­kvæmis­há­vaða í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla fékk margar tilkynningar um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla fékk margar tilkynningar um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Óvenju margar kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsi komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Alls voru átján slík mál bókuð frá því klukkan 17 í gær til 5 í nótt.

Svo virðist sem að höfuðborgarbúar hafi gert sér glaðan dag í gær en alls komu 100 mál inn á borð lögreglunnar, þar af átján þar sem kvartað var undan samkvæmishávaða, um fimmtungur allra mála.

Flestar kvartanir komu inn á borð lögreglu á Stöð 1 sem sinnir Austurbæ, Miðbænum, Vesturbæ og Seltjarnarnesi. Þarf fengu lögreglumenn alls fjórtán slíkar tilkynningar, flestar úr miðborginni eða hverfi 101.

Tvær slíkar tilkynngar bárust úr Hafnarfirði og þrjár komu inn á borð Stöðvar sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.