Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira