Erlent

Vél Ry­anair þurfti að nauð­lenda á Grikk­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugvél Ryanair sem var á leið frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki vegna skrítinnar lyktar um borð í vélinni sem ekki var hægt að bera kennsl á.
Flugvél Ryanair sem var á leið frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki vegna skrítinnar lyktar um borð í vélinni sem ekki var hægt að bera kennsl á. EPA-EFE/TOMS KALNINS

Flugvél Ryanair sem var á leiðinni frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki í kvöld með 164 manns um borð samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á Grikklandi.

Flugvélin gaf frá sér neyðarboð og óskaði eftir heimild til að nauðlenda þegar hún var á flugi yfir Halkidiki héraði á Grikklandi. Samkvæmt almannavarnaráðuneyti Grikklands varð áhöfnin vör við eld um borð í vélinni en talsmaður Ryanair sagði að ekki hafi kviknað eldur. Vélin hafi þurft að nauðlenda vegna skrítinnar lyktar sem ekki var hægt að bera kennsl á um borð í vélinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.