Börsungar aftur á sigurbraut eftir sannfærandi sigur á Villarreal

Ísak Hallmundarson skrifar
Messi lagði upp tvö mörk í kvöld.
Messi lagði upp tvö mörk í kvöld. vísir/getty

Eftir að hafa gert tvö jafntefli í röð unnu Barcelona sannfærandi 4-1 útisigur á Villarreal. 

Katalóníumenn náðu forystunni strax á 3. mínútu þegar Pau Torres skoraði sjálfsmark fyrir Villarreal. Villarreal náðu síðan að jafna á 14. mínútu með marki frá Gerard Moreno en Luis Suarez var ekki lengi að koma Barca aftur yfir með glæsilegu marki eftir sendingu Lionel Messi.

Messi lagði síðan aftur upp mark þegar Antoine Griezmann skoraði laglegt mark á 45. mínútu. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Barcelona.

Ungstirnið Ansu Fati fullkomnaði síðan 4-1 sigur Börsunga á 86. mínútu og eru þeir eftir leikinn fjórum stigum á eftir Real Madrid í titilbaráttunni þegar fjórar umferðir eru eftir. 

Villarreal situr í fimmta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.