Mikil­vægur sigur Chelsea í Meistara­deildar­bar­áttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea menn fagna vítaspyrnumarki Willian.
Chelsea menn fagna vítaspyrnumarki Willian. vísir/getty

Chelsea vann 3-0 sigur á Watford í síðasta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var liður í 33. umferðinni.

Fyrsta markið gerði Oliver Giroud á 28. mínútu sem skoraði með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Ross Barkley.

Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Willian muninn úr vítaspyrnu og þriðja og síðasta markið gerði Ross Barkley með góðu skoti á 92. mínútu.

Chelsea er í 4. sætinu, tveimur stigum á undan Manchester United, og stigi á eftir Leicester sem er í 3. sætinu en fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Watford er hins vegar í 17. sætinu með 28 stig, stigi fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.