Fótbolti

Zlatan færist nær því að verða samherji Arons

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan er á leið til Svíþjóðar ef marka má fjölmiðla erlendis.
Zlatan er á leið til Svíþjóðar ef marka má fjölmiðla erlendis. vísir/getty

Samningur Zlatan Ibrahimovic við ítalska stórliðið, AC Milan, rennur út í sumar og óvíst er hvað sá sænski gerir eftir þessa leiktíð.

Samkvæmt Sky Sports á Ítalíu bendir þó allt til þess að hann verði ekki áfram á Ítalíu og gæti mögulega verið á leið til heimalandsins, Svíþjóðar.

Þar ku leiðin liggja til Hammarby en framherjinn skrautlegi keypti sig inn í félagið í nóvember á síðasta ári. Hann æfði m.a. með liðinu er hann var í Svíþjóð á tímum kórónuveirunnar.

Aron Jóhannsson leikur með liðinu og hefur gert undanfarið ár en Zlatan hefur skorað fjögur mörk í þeim ellefu leikjum sem hann hefur spilað í með Milan frá því að hann kom til félagsins í janúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.