Fótbolti

Atalanta með sinn sjöunda sigur í röð í deildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Atalanta eru óstöðvandi þessa daganna.
Atalanta eru óstöðvandi þessa daganna. getty/Emilio Andreoli

Atalanta sigraði Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-0 en þetta var sjöundi sigur Atalanta í röð í deildinni.

Staðan var 0-0 í hálfleik en þegar einungis tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Mario Pasalic Atalanta yfir í leiknum.

Átta mínútum síðar, eða á 55. mínútu, tvöfaldaði Robin Gosens forystuna fyrir Atalanta. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur leiksins 2-0 Atalanta í vil.

Atalanta er í frábærum málum í fjórða sætinu, tólf stigum á undan Roma sem eru í fimmta sæti. Liðið hefur skorað 82 mörk, 16 mörkum fleiri en Lazio sem hefur skorað næstflest mörk í deildinni. Napoli situr í 6. sæti með 45 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.