Vilja reisa framtíðarhúsnæði LHÍ í Vatnsmýri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:20 Nemendur LHÍ sem stunduðu nám í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu efndu til mótmæla fyrir nokkrum árum vegna slæms aðbúnaðar og myglusvepps í húsinu. Vísir/vilhelm Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstöður úr henni voru kynntar á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Ráðist var í frumathugun á húsnæðismálum skólans að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi á mánudag. Þar kom fram að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu að niðurstaðan marki ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Tilgreint sé í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum LHÍ nú á kjörtímabilinu og að uppbygging skólans í Vatnsmýri hafi marga kosti. Í tilkynningu segir að þegar sé búið að tryggja fjármagn í samkeppni og útboð en að ekki verði hægt að hefjast handa við frekari uppbyggingu fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Fram kom á fundinum á mánudag að málið hefði verið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem seinkað hefur verið vegna Covid-19, eigi að vera tilbúin í byrjun október. Þá er frumathugunin nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og verður síðan tekin fyrir og rædd á vettvangi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Menning Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstöður úr henni voru kynntar á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Ráðist var í frumathugun á húsnæðismálum skólans að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi á mánudag. Þar kom fram að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu að niðurstaðan marki ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Tilgreint sé í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum LHÍ nú á kjörtímabilinu og að uppbygging skólans í Vatnsmýri hafi marga kosti. Í tilkynningu segir að þegar sé búið að tryggja fjármagn í samkeppni og útboð en að ekki verði hægt að hefjast handa við frekari uppbyggingu fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Fram kom á fundinum á mánudag að málið hefði verið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem seinkað hefur verið vegna Covid-19, eigi að vera tilbúin í byrjun október. Þá er frumathugunin nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og verður síðan tekin fyrir og rædd á vettvangi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir.
Menning Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira