Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2020 19:00 Lögregla fjarlægir vegatálma sem mótmælendur höfðu reist í Hong Kong. AP/Vincent Yu Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05