Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar Inter valtaði yfir Brescia | Young og Sanchez í aðalhlutverkum

Ísak Hallmundarson skrifar

Inter gjörsamlega pakkaði Brescia saman í Seria-A deildinni í gær. Ashley Young, Alexis Sanchez og Christian Eriksen voru allir á skotskónum.

Young skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu eftir sendingu frá Sanchez, en markið var afar laglegt. Sanchez skoraði svo sjálfur úr víti en hann lagði upp tvö mörk í leiknum. Danilo D'Ambrosio, Roberto Gagliardini, Christian Eriksen og Antonio Candreva voru þeir sem skoruðu síðustu fjögur mörk Inter og lokatölur því 6-0.

Mörkin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.