Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar Inter valtaði yfir Brescia | Young og Sanchez í aðalhlutverkum

Ísak Hallmundarson skrifar

Inter gjörsamlega pakkaði Brescia saman í Seria-A deildinni í gær. Ashley Young, Alexis Sanchez og Christian Eriksen voru allir á skotskónum.

Young skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu eftir sendingu frá Sanchez, en markið var afar laglegt. Sanchez skoraði svo sjálfur úr víti en hann lagði upp tvö mörk í leiknum. Danilo D'Ambrosio, Roberto Gagliardini, Christian Eriksen og Antonio Candreva voru þeir sem skoruðu síðustu fjögur mörk Inter og lokatölur því 6-0.

Mörkin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. 



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.