Innlent

Sakfelldur fyrir árás á Rauða húsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Brotið var framið á Rauða húsinu.
Brotið var framið á Rauða húsinu. Vísir/Vilhelm

Manni sem sló annan í andliti með glasi á veitingastað á Eyrarbakka vorið 2017 hefur nú verið gert að greiða fórnarlambi sínu rúma hálfa milljón króna í bætur auk þess að hann hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Maðurinn var ákærður 16. apríl síðastliðinn fyrir að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 7. maí, á veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka, slegið glasi í andlit manns með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan 4-5 sentimetra langan skeifulaga skurð neðarlega á hægri kinn og um eins sentimetra gapandi skurð við nefrót, auk grynnri skurða á og við nef.

Taldist athæfi mannsins hafa brotið gegn almennum hegningarlögum.

Brotaþoli kærði manninn og krafðist þess að fá greiddar bætur að fjárhæð 1.209.600 krónur með vöxtum.

Ákærði kom fyrir dóminn ásamt verjanda sínum og viðurkenndi þá með öllu að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá viðurkenndi hann bótaskyldu sína en mótmælti hæð kröfunnar.

Refsing mannsins var ákveðin sex mánaða fangelsi sem fellur þó niður að sex mánuðum lokum haldi hann skilorð. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 509.600 krónur í bætur auk sakarkostnað og málskostnaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×