Innlent

Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun

Kristján Már Unnarsson skrifar
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins.
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins. Stöð 2/Einar Árnason.

Starfsmenn álversins í Straumsvík urðu af 24 þúsund króna launahækkun í dag þar sem Rio Tinto náði ekki að endursemja um raforkuverð fyrir 1. júlí. Trúnaðarráð starfsmanna féllst hins vegar í gær á ósk um mánaðar friðarskyldu í trausti orða fulltrúa álversins um að samningar við Landsvirkjun væru í burðarliðnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Starfsmenn álversins gerðu stuttan kjarasamning í vor en Rio Tinto skilyrti þó hluta launahækkunar því að nýr raforkusamningur næðist við Landsvirkjun. Rætt var við Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmann starfsmanna álversins, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.