Innlent

Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun

Kristján Már Unnarsson skrifar
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins.
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins. Stöð 2/Einar Árnason.

Starfsmenn álversins í Straumsvík urðu af 24 þúsund króna launahækkun í dag þar sem Rio Tinto náði ekki að endursemja um raforkuverð fyrir 1. júlí. Trúnaðarráð starfsmanna féllst hins vegar í gær á ósk um mánaðar friðarskyldu í trausti orða fulltrúa álversins um að samningar við Landsvirkjun væru í burðarliðnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Starfsmenn álversins gerðu stuttan kjarasamning í vor en Rio Tinto skilyrti þó hluta launahækkunar því að nýr raforkusamningur næðist við Landsvirkjun. Rætt var við Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmann starfsmanna álversins, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.