Fótbolti

Dagskráin í dag: Pepsi Max mörkin, Atalanta mætir Napoli, Real Madrid getur styrkt stöðu sína og PGA mótaröðin heldur áfram

Ísak Hallmundarson skrifar
Atalanta hefur heillað marga knattspyrnuáhugamenn undanfarið en liðið hefur skorað 80 mörk í deildinni nú þegar. Atalanta - Napoli verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 kl. 17:20.
Atalanta hefur heillað marga knattspyrnuáhugamenn undanfarið en liðið hefur skorað 80 mörk í deildinni nú þegar. Atalanta - Napoli verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 kl. 17:20. getty/Alessandro Sabattini

Það er úr nægu að velja á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Pepsi Max mörkin, ítalski boltinn, spænski boltinn og PGA-mótaröðin í Golfi er meðal þess sem verður á boðstólnum.

Atalanta og Napoli eigast við í spennandi viðureign í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er sá leikur sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag kl. 17:20.

Real Madrid getur aukið forskot sitt á Barcelona á toppnum þegar liðið fær Getafe í heimsókn en Getafe er óvænt í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 19:50 á Stöð 2 Sport 2.

Pepsi Max mörk kvenna verða á sínum stað kl. 20:00 á Stöð 2 Sport. Þar fer Helena Ólafsdóttir ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sports yfir síðustu leiki í Pepsi Max deild kvenna auk þess sem rætt er vítt og breitt um knattspyrnu kvenna.

Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir klassískir körfuboltaleikir úr Dominos deildum karla- og kvenna frá morgni til kvölds, fyrir þá sem þyrstir í körfuboltagláp.

Þá hefst fyrsti dagurinn af fjórum á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi í dag og verður sýnt frá mótinu í beinni á Stöð 2 Golf frá kl. 19:00, en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í Golfi. 

Alla dagskrá dagsins má nálgast með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.