Fótbolti

Eggert Gunnþór og Ísak Óli danskir bikarmeistarar

Ísak Hallmundarson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson með fyrirliðabandið í leik gegn Randers.
Eggert Gunnþór Jónsson með fyrirliðabandið í leik gegn Randers. VÍSIR/GETTY

Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru orðnir danskir bikarmeistarar eftir sigur SoenderjyskE á Aab í úrslitaleik danska bikarsins í kvöld.

Eggert byrjaði leikinn og spilaði 63. mínútur í 2-0 sigri SoenderjyskE. Ísak Óli var ekki í leikmannahópnum.

Anders Jacobsen skoraði fyrsta mark SoenderjyskE á 38. mínútu og bætti síðan við öðru marki á 56. mínútu. Á 65. mínútu fékk Julius Eskesen leikmaður SoenderjyskE að líta rauða spjaldið en það kom ekki að sök, 2-0 sigur SoenderjyskE var staðreynd.

Er þetta fyrsti bikarmeistaratitill SoenderjyskE frá upphafi og fyrsti titill Eggerts og Ísaks. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.