Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Í yfir fjörtíu prósent nauðgunarmála sem koma á borð Stígamóta er gerandinn vinur eða kunningi botaþola. Vísir/vilhelm Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira