Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 12:40 Þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis þurfa að bíða í tvo mánuði eftir viðtali. visir/Hanna Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira