Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:14 Einar Hermannsson, nýkjörinn formaður SÁÁ. sAMSETT Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“ Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“
Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23
Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45