57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 08:45 Sjúkrahúsið Vogur Vísir/Sigurjón 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. Starfsmennirnir vilja ekki að Þórarinn Tyrfingsson verði kjörinn. Einar og Þórarinn eru í formannskjöri en nokkur ólga hefur verið í starfi samtakanna á Vogi undanfarna mánuði, ekki síst eftir að Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar dregnar til baka Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrættu að undanförnu. Starfsmennirnir 57 segja þó að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Í yfirlýsingunni lýsa starfsmennirnir 57 yfir stuðningi við Einar í formannsstólinn og segja að nýir tímar hafi hafist í starfi SÁÁ á Vogi þegar Þórarinn Tyrfingsson lét af starfi forstjóra Vogs. Starfsmennirnir vilji því ekki sjá Þórarinn í embætti formanns SÁÁ, enda hafi að þeirra mati orðið jákvæðar breytingar á starfi Vogs eftir að Valgerður tók við af Þórarni. „Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið,“ segir í yfirlýsingunni. Fíkn Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. Starfsmennirnir vilja ekki að Þórarinn Tyrfingsson verði kjörinn. Einar og Þórarinn eru í formannskjöri en nokkur ólga hefur verið í starfi samtakanna á Vogi undanfarna mánuði, ekki síst eftir að Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar dregnar til baka Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrættu að undanförnu. Starfsmennirnir 57 segja þó að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Í yfirlýsingunni lýsa starfsmennirnir 57 yfir stuðningi við Einar í formannsstólinn og segja að nýir tímar hafi hafist í starfi SÁÁ á Vogi þegar Þórarinn Tyrfingsson lét af starfi forstjóra Vogs. Starfsmennirnir vilji því ekki sjá Þórarinn í embætti formanns SÁÁ, enda hafi að þeirra mati orðið jákvæðar breytingar á starfi Vogs eftir að Valgerður tók við af Þórarni. „Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið,“ segir í yfirlýsingunni.
Fíkn Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira