Enski boltinn

Enginn komið að fleiri mörkum en Bruno

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno hefur verið stórkostlegur síðan hann gekk til liðs við Manchester United.
Bruno hefur verið stórkostlegur síðan hann gekk til liðs við Manchester United. EPA-EFE/Andy Rain

Síðan Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United þann 6. febrúar á þessu ári þá hefur enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar komið að fleiri mörkum.

Bruno tók Man Utd einfaldlega á herðarnar við komu sína til liðsins en félagið var þá án Marcus Rashford og Paul Pogba. Portúgalinn hefur verið frábær í nær öllum þeim leikjum sem hann hefur spilað og gerði hann tvö mörk í 3-0 sigri Man Utd á Brighton & Hove Albion í kvöld.

Miðjumaðurinn öflugi hefur nú leikið 13 í rauðu treyjunni og hefur komið að tíu mörkum. Sex sinnum hefur hann komið knettinum í netið og þá hefur hann lagt upp fjögur önnur til viðbótar.


Tengdar fréttir

Gott gengi Man Utd heldur áfram

Manchester United vann 3-0 sigur á Brighton & Hove Albion í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.