Segir nánast allt að sem við kemur malbikun Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 13:06 Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum. Vísir/Vilhelm „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir. Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir.
Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira