Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:37 Það var annríki á Alþingi í gær, á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Alls fóru fram þrír þingfundir frá klukkan tíu í gærmorgun og þar til rúmlega hálf þrjú í nótt. Vísir/Vilhelm Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira