Innlent

Neyðarstjórn velferðarsviðs gefur út tilmæli vegna mögulegrar hópsýkingar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Neyðarstjórn velferðarsviðs mun endurmeta stöðu mála 13. júlí næstkomandi.
Neyðarstjórn velferðarsviðs mun endurmeta stöðu mála 13. júlí næstkomandi.

Í ljósi mögulegrar hópsýkingar í höfuðborginni hefur Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gefið út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og í sambýli fyrir fatlað fólk.

Leiðbeiningarnar eru í þremur liðum en fólk sem hefur verið erlendis á ekki að heimsækja íbúa í fjórtán daga eftir komuna til landsins. Þessi regla gildir jafnvel þótt viðkomandi hafi fengið neikvætt sýni úr sýnatöku.

Fólk sem hefur umgengist Covid-sýkta einstaklinga á ekki undir neinum kringumstæðum að heimsækja umrædda íbúa og að lokum er þeim tilmælum beint til fólks sem finnur fyrir kvefi eða flensueinkennum að heimsækja ekki íbúana.

Starfsfólki umræddra stofnana ber að fara eftir sömu tilmælum í störfum sínum. Neyðarstjórn velferðarsviðs mun endurmeta stöðu mála 13. júlí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum

Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.