Boðar hertar reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir eftir hópsýkingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 10:17 Frá fundi neyðarstjórnar borginnar í morgun. Dagur B. Eggertsson/Reykjavíkurborg Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24
Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26