Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 19:13 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku er sá mannskæðasti í mörg ár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala. Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala.
Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira